Jöklarnir hopa í öllum álfum heimsins

Ok, sem lengi var sagður minnsti jökull landsins, var afskráður …
Ok, sem lengi var sagður minnsti jökull landsins, var afskráður sem slíkur árið 2014. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 300 jöklar voru á Íslandi um aldamótin en síðan þá, á tæpum aldarfjórðungi, hafa 70 jöklar á horfið. Þetta eru litlir jöklar sem voru á stærðarbilinu 0,01-3 ferkílómetrar. Þetta segir Hrafnhildur Hannessdóttir, fagstjóri jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands.

Á Tröllaskaga og Flateyjarskaga hafa um 25 jöklar horfið og í fjalllendi Austfjarða rúmlega 20 slíkir. Í Kerlingarfjöllum heyra átta jöklar sögunni til og 10 í fjöllunum austan Vatnajökuls. Ok var afskráður sem jökull árið 2014 og nýlega hvarf hluti jökulsins sem er á Hlöðufelli; stapanum mikla upp af Laugardal og sunnan við Langjökul.

Afkoma er mæld reglulega á stærstu jöklum landsins. Mælistikan hefur verið á Vatnajökli frá 1992, en heldur skemur á Langjökli, Hofsjökli og Mýrdalsjökli. Fastir mælipunktar á þessum jöklum eru um 120 talsins. Einnig er afkoma mæld öðru hverju á nokkrum jöklum á Tröllaskaga og minni jöklum á Suðurlandi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert