Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru gegn kórstjóra vegna framkomu hans gagnvart kvenkyns kórfélaga, þar sem hún taldi hann hafa farið gegn lögum um jafna meðferð utan vinnumarkaðar.
Málinu var vísað frá á þeim grundvelli að ekki hefðu legið fyrir upplýsingar um hvernig háttsemi sú sem kæran beindist að tengdist sumum þáttum sem getið er um jafna meðferð utan vinnumarkaðar.
Þar kemur fram að lögin gildi um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagins utan vinnumarkaðar, óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
Kærandi segir kórstjóra sinn hafa hótað sér í síma „vanvirðingu og niðurlægingu mætti [hún] á fleiri æfingar hjá [kærða]“ og hann hygðist „beita sambýlismanni [kæranda] við aðgerðina“.
Það samtal hafi komið henni í opna skjöldu og að hún álíti það brottrekstur úr kórnum.
Konan segir einu raunhæfu kröfu sína vera að krefjast afsökunarbeiðni frá kærða vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð.
Nefndin segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans geti hafa verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélagans þá verði að liggja fyrir frekari upplýsingar til þess að kærunefnd geti tekið málið til meðferðar.
Þær liggi ekki fyrir í þessu máli og því þurfi að vísa málinu frá.