Leit hætt: Enginn undir ísnum

Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli í dag.
Frá aðgerðum á Breiðamerkurjökli í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul er lokið. Leit hefur verið afturkölluð.

Þetta var gert nú fyrir stundu eftir að í ljós kom að enginn leyndist undir þeim ís sem talinn var hafa fallið á tvo ferðamenn og falið þá um leið.

Fram kemur að nú í morgun hafi verið vitað um afdrif 23 manna. Af þeim hafi 21 verið óslasaður og fluttur til byggða, en leitað var áfram að þeim tveimur sem talið var að hefðu grafist undir ís.

Rannsóknarhópur lögreglunnar á Suðurlandi hafi unnið að því, ásamt því fyrirtæki sem seldi í ferðina, að skýra listann yfir þá sem fóru í ferðina.

Ekki hafi verið hægt að finna upplýsingar um þá tvo sem saknað hefur verið í bókunum fyrirtækisins.

Bandarískt par varð undir ísfarginu.

Umfangsmiklum björgunaraðgerðum er lokið.
Umfangsmiklum björgunaraðgerðum er lokið. Ljósmynd/Rut Gunnarsdóttir

Skráning ekki nákvæm

„Nú fyrir stundu tilkynnti vettvangsstjóri lögreglunnar sem staðsettur er á vettvangi að búið sé að færa til allan þann ís sem talinn var hafa fallið á fólkið og falið það,“ segir lögregla.

Í ljós hafi komið að enginn leyndist undir ísnum. Um leið hafi verið útilokað að það fólk sem leitað hefur verið að sé falið undir ís.

„Þar af leiðandi er ljóst að einungis 23 aðilar voru í þessari göngu í gær og þeir tveir, sem fundust slasaðir og látinn, þeir einu sem urðu fyrir tjóni,“ segir í tilkynningu lögreglu.

„Ljóst virðist að skráning í ferðina og utanumhald hafi ekki verið nákvæmt auk misvísandi upplýsinga um fjölda í ferðinni. Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þótti ekki forsvaranlegt annað en að halda leit áfram þar til búið væri að fá fullvissu um að enginn væri undir ísfarginu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka