Málverkið sem fauk er ekki falt

Tolli með málverkið sem um ræðir.
Tolli með málverkið sem um ræðir. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst þetta eiginlega ekki vera söluvara. Mér finnst þetta eitthvað meira en það,“ segir listamaðurinn Tolli Morthens en hann hyggst ekki selja málverk sem fauk út í veður og vind á dögunum og fannst síðan aftur.

Sagan af því þegar Tolli týndi málverkinu birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag en sama dag hafði björgunarsveitin í Kópavogi samband því liðsmenn sveitarinnar höfðu fundið verkið við hálendisgæslu.

Þetta var rétt í tæka tíð fyrir sýningu á verkum Tolla sem var opnuð á laugardag í Bryggjugötu 2 en þar er verkið nú til sýnis.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka