Mengun leggur líklega yfir Suðurnes í dag

Gas frá gosinu mun berast yfir þéttbýli á Suðurnesjum í …
Gas frá gosinu mun berast yfir þéttbýli á Suðurnesjum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar á Suðurnesjum gætu fundið fyrir mengun frá gosstöðvunum eftir hádegi í dag.

Þetta segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Gasdreifingarspá Veðurstofu klukkan 17 í dag.
Gasdreifingarspá Veðurstofu klukkan 17 í dag. Kort/Veðurstofan

Ekki svo mikil mengun

„Það má alveg búast við að það fari smá mengun yfir Keflavík seinnipartinn í dag. En á morgun færist vindur meira í austlæga átt og svo annað kvöld í norðlæga átt. Svo það getur verið einhver gasmengun á Suðurnesjum seinnipartinn í dag og á morgun.“

Aðspurð segir hún gosmengunina ekki vera það mikla að það stafi hætta af henni nema fyrir mjög viðkvæma einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert