Myndskeið sýnir innan úr Breiðamerkurjökli

Myndskeið sem ljósmyndarinn og leiðsögumaðurinn Kjartan Pétur Sigurðsson tók upp í nóvember á síðasta ári sýnir vel hvernig aðstæður eru í íshellaferðum í Breiðamerkurjökli. 

Myndskeiðið er tekið upp á þeim slóðum þar sem ísfarg hrundi yfir ferðamenn í gær með þeim afleiðingum að einn lést og annar slasaðist.

Sjálfur kveðst Kjartan oft hafa farið á þessar slóðir, aðallega á veturna, og segir hann ferðirnar „gríðarlega vinsælar“ meðal ferðamanna. 

Einn lést

Umfangsmikil leit hófst í kjölfar þess að ísfargið hrundi og tóku um 250 manns þátt í björgunaraðgerðum.

Einn karlmaður var úrskurðaður látinn á vettvangi og ein kona slasaðist og var flutt með þyrlu á Landspítala.

Í sólarhring stóð yfir leit að tveimur ferðamönnum sem taldir voru hafa lent undir ísfarginu.

Síðar kom í ljós að engir ferðamenn reyndust vera undir ísfarginu og var leitinni hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert