Ofbauð krafan um að fara með fólk í „tvísýnu“

Ljósmynd Árna af óstöðugri ísgjá.
Ljósmynd Árna af óstöðugri ísgjá. Ljósmynd/Árni Tryggvason

Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari sem starfað hefur sem jöklaleiðsögumaður, segir sér oft hafa ofboðið krafan um að fara með farþega í ævintýralegar aðstæður.

Leit að tveim­ur ferðamönn­um, sem saknað er á Breiðamerk­ur­jökli eft­ir að ís­vegg­ur gaf sig í gær, hófst aft­ur við birt­ingu í morg­un.

Hópur fer um þröngt op. Nýlegt hrun má sjá hægra …
Hópur fer um þröngt op. Nýlegt hrun má sjá hægra megin á myndinni. Ljósmynd/Árni Tryggvason

Tjáði sig og var hótað

Í færslu á facebook segir Árni frá upplifun sinni um að ef leiðsögumenn færu ekki með fólk í „tvísýnu“ hafi það ekki verið að standa sig.

„Þarna starfaði ég fyrir fyrirtæki sem þóttist vera framarlega í öryggismálum og þótti til fyrirmyndar. Á sama tíma voru íshellaferðirnar að hefjast og eftir að hafa komið á staði eins og undir fallega ísboga, brúnir eða hella sem voru síðan hrundir daginn eftir langaði mig ekki til að vera í þessum bransa. Vildi ekki vera leiðsögumaðurinn sem missti hóp í íshruni. Ég tjáði mig um þessi öryggismál og var hótað.“

Ferðamenn ofan í óstöðugri ísgjá, hjálmlausir í þokkabót.
Ferðamenn ofan í óstöðugri ísgjá, hjálmlausir í þokkabót. Ljósmynd/Árni Tryggvason

Á ekki að vera áhættustarfsgrein

Árni vekur athygli á því að jöklar séu óstöðugir og að þeir breytist frá degi til dags.

„Það er í lagi að vanir menn fari þangað á eigin forsendum og ábyrgð. En að fara í svona óstöðugt umhverfi með algjörlega óvant fólk er mikið ábyrgðarhlutverk sem því miður fæst (ef nokkur) ferðaþjónustufyrirtæki geta staðið undir.“

Hvetur hann geirann til að hugsa hlutina upp á nýtt.

„Ferðaþjónustan á ekki að vera áhættustarfsgrein. Hvorki fyrir starfsfólk né farþega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert