Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við hótanir um líkamsmeiðingar, rán og ofbeldi í garð drengja í Hafnarfirði að undanförnu.
Lögreglan hefur þar haft afskipti af ungum mönnum sem hafa ógnað drengjum, hótað að nota hnífa, stolið af þeim fatnaði og krafið þá um að millifæra fé í gegnum farsíma þeirra en atvikin áttu sér við Hraunvallarskóla, á Víðistaðatúni og verslunarmiðstöðina Fjörð.
Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir við mbl.is að á föstudaginn hafi verið gerð krafa um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafi verið tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á laugardaginn.
Mennirnir, sem eru fæddir 2003 og 2005, voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 20. september. Sá þriðji er vistaður á Stuðlum þar sem um barnaverndarmál er að ræða.
Sævar segir að allt kapp verði lagt á að ljúka rannsókn á öllum málum sem tengjast mönnunum áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út og segir hann að það ætti að takast að gera það.