Tilkynnt var um eignaspjöll á póstkössum í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti.
Ekki er vitað hverjir voru þar að verki, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í sama umdæmi var tilkynnt um þjófnað.
Þá voru tveir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og lyfja. Þeir voru látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.