Ríkisstjórnin kemur saman í Skagafirði

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Bessastöðum í vor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Bessastöðum í vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin mun halda sinn árlega sumarfund í Skagafirði á miðvikudaginn.

Auk þess mun stjórnin funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fundarstaðurinn verði á Gránu Bistro á Sauðárkróki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert