Vara við örverumengun: Sjóða þarf neysluvatn

Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri. mbl.is/Skúli Halldórsson

Neysluvatnið á Borgarfirði eystra er örverumengað. Þetta kom í ljós við eftirlit með neysluvatni.

„Um er að ræða saurgerla og E. coli, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum,“ segir á Facebook-síðu HEF-veitna.

Fram kemur að nauðsynlegt sé að sjóða vatn til neyslu.

Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, þar á meðal til baða, þvotta og matargerðar, s.s. til skolunar á matvælum sem munu síðar verða elduð.

Í færslunni eru íbúar og gestir beðnir um að fylgjast með framvindu mála á vef HEF-veitna næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert