Afgerandi meirihluti vill að Ísland beiti sér fyrir vopnahléi

73% Íslendinga vilja styðja við sjálfstæði Palestínu.
73% Íslendinga vilja styðja við sjálfstæði Palestínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

79% Íslendinga eru sammála því að Ísland eigi að beita sér fyrir því að Ísrael og Hamas virði alþjóðalög og semji um vopnahlé.

Þetta kemur fram í könnun frá Maskínu um viðhorf almennings til ýmissa þátta í utanríkisþjónustu Íslands.

Skjáskot/Maskína

Meirihluti styður við sjálfstæði Palestínu

Ef marka má niðurstöður könnunarinnar er afgerandi meirihluti Íslendinga sammála því að Ísland eigi að styðja við sjálfstæði Palestínu, eða 73%, þar með talið aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum.

Um 16% Íslendinga eru hvorki með né á móti sjálfstæði Palestínu á meðan 11% eru ósammála því að Ísland eigi að styðja við sjálfstæði Palestínu.

Skjáskot/Maskína

Tæpur helmingur styður ekki rétt Ísraels til sjálfsvarnar

Nærri helmingur Íslendinga er ósammála því að Ísland eigi að styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar innan marka alþjóðalaga, eða um 48%.

Þá eru um 23,5% hvorki með né á móti og 29% sammála fullyrðingunni.

Skjáskot/Maskína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert