Elínborg Una Einarsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er vongóð um að fjármagn fáist til að leggjast í neytendamarkaðssetningu á Íslandi til erlendra ferðamanna.
Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á vinnu tengda verkefninu innan ráðuneytis Lilju og fjármálaráðuneytisins en gert er ráð fyrir að lokaákvörðun verði tekin um málið á næstu vikum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir neytendamarkaðssetningu á borð við þá sem Lilja talar um nauðsynlega.
„Við fengum samþykkta ferðamálastefnu á vorþingi sem er mjög umfangsmikil og búið að vera að vinna að síðustu tvö árin en ein lykilstoðin að því að Ísland verði kynnt með reglubundum hætti er heilsársneytendamarkaðssetning í takt við það sem Noregur, Nýja-Sjáland og fleiri ríki eru að gera.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.