Vinna á nóttunni vegna orkuskorts

Í Kampa á Ísafirði er unnið á nóttunni vegna orkuskerðingar.
Í Kampa á Ísafirði er unnið á nóttunni vegna orkuskerðingar. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Kampi er fyrirtæki á skerðanlegri orku og það er árlegur viðburður að við fáum tilkynningu frá Landsneti um að ekki verði afhent skerðanleg orka og þá höfum við engan annan kost en að vinna á nóttunni,“ segir Kristján Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði, í samtali við Morgunblaðið.

Sökum þess að fyrirtækið þarf að þola skerðingu á orkuafhendingu er það nauðbeygt til að láta vinna afurðirnar á næturvöktum, með tilheyrandi kostnaðarauka.

„Við stefnum á að fara í orkuskipti, en við eigum olíuketil og ætlum að fara að setja hann upp. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Kristján Jón.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert