Vita ekki hverjum leitað er að

Frá aðgerðum björgunarsveita á Breiðamerkurjökli.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Breiðamerkurjökli. Ljósmynd/Landsbjörg

Lögreglan á Suðurlandi hefur ekki fengið upplýsingar um hverjir ferðamennirnir eru sem leitað er að á Breiðamerkurjökli. Um hundrað manns koma nú að leitinni.

„Við erum enn þá að grennslast fyrir um það hverjum við erum að leitað að. Sú vinna fór í gang í gær og er enn þá í gangi,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Breiðamerkurjökull.
Breiðamerkurjökull. mbl.is/Sigurður Bogi

Hann segir leitina, sem hófst aftur við birtingu í morgun, ganga vel en að vinnan sé mikil enda allt gert með handafli.

Þrjú teymi skiptast á að vinna í klukkutíma í senn. Veður er annars gott á svæðinu.

Aðspurður segist Sveinn Kristján að svo stöddu ekki geta gefið upplýsingar um hver það var sem lést í slysinu.

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Ljósmynd/Rut Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert