Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn

Eiður Welding, formaður UngÖBÍ, veitti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, …
Eiður Welding, formaður UngÖBÍ, veitti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, viðurkenninguna. Ljósmynd/Aðsend

Aðgengisviðurkenning ungliðahreyfingar ÖBÍ réttindasamtaka, UngÖBÍ, var afhent í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn og var það Bíó Paradís sem hlaut viðurkenninguna í ár.

Viðurkenningin ber heitið Fjólublátt ljós við barinn og er afhent þeim sem stuðla að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Eiður Welding, formaður UngÖBÍ, veitti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, viðurkenninguna og í kjölfar afhendingarinnar var gestum boðið á sýningu á Mamma Mia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert