Embætti forstöðumanns Minjastofnunar auglýst

Rútshellir undir Eyjafjöllum.
Rútshellir undir Eyjafjöllum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra auglýsir embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. september. 

Minjastofnun Íslands starfar undir yfirstjórn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og skipar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra forstöðumann Minjastofnunar til fimm ára í senn.

Forstöðumaður ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar og ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar.

Minjastofnun Íslands hefur það hlutverk að framkvæma minjavörslu í landinu og efla vernd fornleifa og byggingararfs á Íslandi í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert