Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinntu tveimur útköllum í nótt og í morgun báðum vegna bráðra veikinda.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir Gæsluna hafa sinnt fjórum útköllum á innan við sólarhring og að það teljist óvenjulegt:
„Það er ekki á hverjum degi sem að við erum sinnum fjórum útköllum á sama sólarhring,“ segir Ásgeir og bendir á að útköll í sumar hafi verið óvenju mörg.
Í nótt sótti þyrla farþega vegna veikinda á skemmtiferðaskip sem var djúpt norður af Vestfjörðum og í morgun flutti þyrla íbúa frá Grundafirði vegna veikinda. Voru báðir farþegarnir fluttir á Fossvogsspítala:
„Þær voru sem sagt báðar í útköllum samtímis,“ segir Ásgeir.
Hann segir í útköll í sumar eða frá því í maí hafa verið í heildina 160:
„Þau eru þegar orðinn 20 útköllum fleiri en á sama tímabili í fyrra,“ segir hann og bætir við að árið í fyrra hafi verið metár í fjölda útkalla.