„Grafalvarlegt að talningin hafi ekki staðist“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ráðherra ferðamála, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi ákveðið á fundi í morg­un að skipaður verði starfs­hóp­ur úr fjór­um ráðuneyt­um sem muni fara yfir ör­ygg­is­mál í jökla­ferðum og skoða hvað megi bæta og hvað hafi farið úr­skeiðis í slys­inu á Breiðamerk­ur­jökli um nýliðna helgi.

„Þetta var auðvitað hörmu­legt slys og það er mjög al­var­legt þegar fólk er að heim­sækja okk­ur lend­ir í svona at­b­urði. Nú er verið að rann­saka þetta slys og við þurf­um að sjá hvað kem­ur út úr þeirri rann­sókn og hvað gerðist,“ sagði Lilja við mbl.is eft­ir fund rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar í morg­un þar sem slysið á Breiðamerk­ur­jökli var eitt þeirra mála sem rætt var á fund­in­um.

Lilja seg­ir það grafal­var­legt að taln­ing­in hafi ekki staðist vegna þess að um 200 manns hafi verið kallaðir út til leit­ar við mjög erfiðar aðstæður og síðan hafi komið í ljós sem bet­ur fer að það hafi ekki verið fleiri und­ir ísn­um.

Skoða hvers vegna ekki var farið bet­ur yfir mat jarðvís­inda­manna

„Þetta kall­ar á við þurf­um að fara bet­ur yfir þessi mál. Nú er það svo að þjóðgarður­inn er und­ir um­hverf­is­ráðuneyt­inu sem veit­ir leyfi fyr­ir þess­um ferðum á jökl­in­um og það þarf að skoða til að mynda hvers vegna var ekki bet­ur farið yfir mat skýrslu okk­ar helstu jarðvís­inda­manna á þeirri hættu að fara í jökla­ferðir á sumri til,“ seg­ir ráðherr­ann.

Kæmi til greina að setja lög um það að banna ferðir á jökla og ís­hella að sumri til?

„Ég held að það sé mik­il­væg­ast að sjá hvað kem­ur út úr þess­ari rann­sókn og hvað gerðist áður en við för­um að draga slík­ar álykt­an­ir. Ráðuneyt­is­stjóra­hóp­ur­inn á að skila okk­ur sín­um til­lög­um eins fljótt og auðið er,“ seg­ir Lilja.

Sér­stök áhersla á ör­ygg­is­mál­in í nýrri ferðamála­stefnu

Hún seg­ir að lögð hafi verið sér­stök áhersla á ör­ygg­is­mál­in í nýrri ferðamála­stefnu og að Ferðamála­stofa hafi bætt við stöðugildi sem fjall­ar sér­stak­lega um ör­ygg­is­mál.

„Þegar svona hörmu­leg slys eiga sér stað þá hef­ur það áhrif á orðspor og á aðila sem starfa á þessu svæði. Það er svo mik­il­vægt að halda vel utan um þetta til þess að reyna eft­ir fremsta megni að koma í veg fyr­ir svona slys,“ seg­ir Lilja.

Lilja seg­ir að eitt af því sem mögu­legt er að gera sé að setja reglu­gerð þar sem kveðið er á um að fara í frek­ara áhættumat en það sé þjóðgarðsins að gera það. Hann veiti leyfið.

Stefna alltaf á að um­gjörðin sé sem trygg­ust

Lilja verður á málþing­inu ferðamála­stefna, rann­sókn­ir og þróun ferðaþjón­ustu í Há­skóla Íslands í dag.

„Á málþing­inu mun­um við fara yfir þessa heild­ar­sýn sem er ferðaþjón­usta til árs­ins 2030 þar sem við erum að leggja áherslu á sjálf­bærni, verðmæta­sköp­un og að við séum góðir gest­gjaf­ar. Góður gest­gjafi hugs­ar vel um sína gesti og gæt­ir eins mikið af ör­ygg­is­mál­um gests­ins eins og hon­um frek­ast unnt.“

Lilja seg­ir að slys­in verði því miður og aldrei sé hægt að koma í veg fyr­ir þau öll en það eigi alltaf að stefna að því að um­gjörðin sé sem trygg­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert