Handtekinn vegna stórfelldrar líkamsárásar

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti vegna rannsóknar á stórfelldri líkamsárás.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála frá klukkan 17 í gær til klukkan 5  í morgun.

Þrír handteknir vegna ráns

Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á ráni.

Þar var maður einnig vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á sölu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki á sér og ekki er vitað hver hann er.

Ungmenni slasaðist eftir fall

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ aðstoðaði sjúkralið vegna ungmennis sem slasaðist eftir fall. Einnig var maður vistaður vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.

Í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun.

Á 171 km hraða

Þá var ökumaður stöðvaður á 171 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert