Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna konu sem var dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Viðbragðsaðilar hlúðu að konunni sem er nú komin til meðvitundar.
Þetta segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Útkallið barst klukkan 15.14 og rétt fyrir klukkan 16 var konan komin með meðvitund.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent á Þingvöllum til að sækja konuna.
„Þetta lítur betur út en á horfðist í fyrstu,“ segir Garðar.
Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu.
Sjúkrabíll frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var fljótlega kominn á vettvang og hlúð var að konunni, að sögn Garðars.
Hann segir að konan sé á sjötugsaldri og er hún komin á Landspítalann til að fara í nánari skoðun.
Fréttin hefur verið uppfærð.