Kona dregin upp úr Silfru án meðvitundar

Konan er komin með meðvitund.
Konan er komin með meðvitund. Ljósmynd/Dive.is

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna konu sem var dregin meðvitundarlaus upp úr Silfru. Viðbragðsaðilar hlúðu að konunni sem er nú komin til meðvitundar.

Þetta segir Garðar Már Garðars­son, aðal­varðstjóri hjá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Útkallið barst klukkan 15.14 og rétt fyrir klukkan 16 var konan komin með meðvitund.

Fór betur en á horfðist 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent á Þingvöllum til að sækja konuna. 

„Þetta lítur betur út en á horfðist í fyrstu,“ segir Garðar. 

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar að svo stöddu. 

Konan á sjötugsaldri

Sjúkrabíll frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands var fljótlega kominn á vettvang og hlúð var að konunni, að sögn Garðars.

Hann segir að konan sé á sjötugsaldri og er hún komin á Landspítalann til að fara í nánari skoðun. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka