Ferðamenn flykkjast á Grindavíkurveg

Fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína að Grindavíkurvegi til að dást að eldgosinu sem braust út í síðustu viku. Sjónarvottur telur að um nokkur hundruð manns sé að ræða. 

Vegurinn er opinn fram að þeim stað sem hraun rann yfir veginn í Svartsengi fyrr í sumar. Hefur tugum bíla verið lagt í vegkantinum.

Eldgosið er því farið að líkjast eldri „túristagosum“ þar sem ferðamenn gátu gert sér leið að gosstöðvunum. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is eru fáeinir lögreglubílar á vettvangi að fylgjast með umferðinni.

Ferðamenn leggja bílum sínum á Grindavíkurvegi.
Ferðamenn leggja bílum sínum á Grindavíkurvegi. mbl.is/Björn Jóhann

Sumir ganga nær gosinu

Sumir ferðamenn virða fyrir sér eldgosið úr fjarska frá Grindavíkurveginum en aðrir ganga út á hraunið til að komast nær gosstöðvunum. 

Í upphafi goss var lokað fyrir umferð inn á Grindavíkurveg en ekki er ljóst hvenær opnað var fyrir umferð um veginn. 

Ferðamenn virða fyrir sér nýjasta eldgos Íslands.
Ferðamenn virða fyrir sér nýjasta eldgos Íslands. mbl.is/Björn Jóhann
Mynd tekin frá Grindavíkurvegi.
Mynd tekin frá Grindavíkurvegi. mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert