Nornahár falla á bíla á Reykjanesskaganum

Best er að blása eða skola nornahárin af.
Best er að blása eða skola nornahárin af. Samsett mynd/Aðsend/Skjáskot

Svokölluð nornahár hafa verið að finnast á bílum í Reykjanesbæ og á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.

Bergrún Arna Óladóttir, gjóskulagafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir nornahár myndast í kvikustrókum. Þar sé efnið svo heitt að kvikan slettist upp og það teygist á henni.

Við það myndast nornahár sem flyst með vindi eins og öll önnur gjóska sem ferðast með gosmekki.

Hún segir það fara eftir stærð kornsins hversu langt og hátt það geti ferðast frá upptökum.

Nornahár á bíl.
Nornahár á bíl. Ljósmynd/Aðsend

Glerið gæti rispað bílinn

Nornahárin falla loks til jörðu og ráðleggur Bergrún þeim sem finna nornahár á bílum sínum að blása og skola þau af með vatni.

Þetta sé gler sem geti rispað og því sé ekki sniðugt að bursta þau af.

Þingmaður var við nornahárin

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar, er búsettur í Reykjanesbæ og hefur orðið var við nornahárin. 

„Ég sé ekki betur en svokölluð nornahár fjúki frá gosinu á Reykjanesi og myndi eins konar glerull sem safnast saman hér og þar. Fyrirbærið minnir mig á hár úr hesti eftir að búið er að kemba hann. Þetta er ansi áhugavert finnst mér,“ skrifar hann í færslu á Facebook. 

Jóhann Friðrik birti mynd á Facebook af nornahárum sem hann …
Jóhann Friðrik birti mynd á Facebook af nornahárum sem hann fann. Skjáskot/Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert