Stefan Wendt nýr deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar HR

Í störfum sínum hefur Dr. Stefan Wendt meðal annars lagt …
Í störfum sínum hefur Dr. Stefan Wendt meðal annars lagt áherslu á fjármál fyrirtækja, sjálfbær fjármál, stafræn fjármál og stjórnarhætti fyrirtækja. Ljósmynd/Aðsend

Háskólinn í Reykjavík hefur skipað Dr. Stefan Wendt viðskiptafræðiprófessor deildarforseta viðskipta- og hagfræðideildar HR. 

Stefan lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Bamberg í Þýskalandi árið 2010 og meistaraprófi frá sama skóla í alþjóða og evrópskum viðskiptafræðum árið 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Deildarforseti við Bifröst í þrjú ár

Í störfum sínum hefur Stefan meðal annars lagt áherslu á fjármál fyrirtækja, sjálfbær fjármál, stafræn fjármál og stjórnarhætti fyrirtækja. 

Hann var áður prófessor og deildarforseti við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst frá 2021 til júlí 2024. 

Fyrir það starfaði hann við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2015. 

Á árunum 2005 til 2015 starfaði hann við rannsóknir og kennslu við Háskólann í Bamberg og var gestaprófessor við háskóla í Frakklandi, Þýskalandi og Kanada. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka