Teflt á tæpasta vað við hreinsun Siglufjarðarvegar

Ljósmynd/Halldór G. Hálfdánsson

Úrhellisrigning var á Tröllaskaga frá fimmtudegi og fram á laugardag. Grjót- og aurskriður féllu og ákvað aðgerðastjórn á Norðurlandi að loka Siglufjarðarvegi síðdegis á föstudaginn vegna vatnavaxta og skriðufalla.

Mikið er um sprungur í veginum og hætta á grjóthruni. Notast var við hjólaskóflu í gær til þess að hreinsa veginn og laga sprungurnar.

Vegurinn er enn lokaður og mun að öllum líkindum vera það fram á morgun. Er vegfarendum bent á að fara Lágheiðina eða yfir Öxnadalsheiði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert