„Þetta var mjög óraunverulegt“

Maðurinn heyrði mikinn hvell er íshellirinn hrundi.
Maðurinn heyrði mikinn hvell er íshellirinn hrundi. mbl.is/RAX

Scott Stevens, 49 ára ferðamaður frá borginni Austin í bandaríska ríkinu Texas, var í íshellaferð með 10 ára dóttur sinni þegar íshellirinn hrundi í Breiðamerkurjökli.

Hann sagði aðstæðurnar hafa verið ruglingslegar þar sem fararstjórar reyndu að átta sig á hverjir væru í lagi og hverjir væru týndir.

„Við þekktumst ekki,“ sagði Stevens við New York Times. „Við töluðum ekki einu sinni sama tungumál,“ bætti hann við.

Hópurinn sem Stevens og dóttir hans tilheyrðu hafði sameinast öðrum hópi á bílastæði.

Heyrði mikinn hvell 

Stevens, sem var staddur fyrir utan gljúfrið þegar íshellirinn hrundi, sagðist hafa heyrt mikinn hvell og séð fararstjórann hlaupa að alvarlega slösuðum ferðamanni.

„Þetta var mjög óraunverulegt,“ greindi hann frá. 

Stuttu síðar safnaði fararstjórinn hópnum saman og sagði að hellirinn hefði hrunið, fólk væri slasað og grafið og að einn maður væri látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert