Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi upp úr klukkan hálfníu í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var áreksturinn minniháttar og lítil slys urðu á fólki.
Einn dælubíll var sendur á vettvang en umferðartafir vegna árekstursins hafa verið miklar.