10% verði með lífræna vottun

Markmiðið er að styrkja íslenskan landbúnað.
Markmiðið er að styrkja íslenskan landbúnað. mbl.is/​Hari

Matvælaráðherra hefur gefið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Markmið hennar er að 10% landbúnaðar á Íslandi verði komin með lífræna vottun árið 2040.

„Aðgerðunum er skipt í nokkra málaflokka, sem hver um sig snýr að tilteknum hluta virðiskeðju lífrænna matvæla eða að tilteknum innviðum sem þurfa að vera til staðar til að keðjan í heild verði sem sterkust. Gert er ráð fyrir að ráðstafað verði rúmlega 60 milljónum til að ýta aðgerðaáætluninni úr vör,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins þar sem frá þessu er greint.

„Þau skref sem lögð eru til í aðgerðaáætluninni eru nauðsynleg til að styrkja samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar,“ er haft þar eftir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. „Kröfur neytenda um lífrænar afurðir hafa aukist til muna og þar skipa til að mynda sjálfbærni og dýraheilsa stóran sess.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert