Á ráðherrabílnum langt yfir hámarkshraða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, virðist svo sannarlega hafa verið á hraðferð í morgun á leið á sumarfund ríkisstjórnarinnar á Sauðárkróki. 

Ráðherrann birti mynd úr bílferðinni á Instagram-reikningi sínum en virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að þar sést á hvaða hraða er ekið.

Eins og flestir bílstjórar ættu að vita er mesti hámarkshraði á landinu 90 km/klst en á myndinni má sjá að bílstjóri ráðherrabílsins er á 110 km hraða, eða 20 km yfir hámarkshraða.

Þess má geta að samkvæmt hraðareikni lögreglunnar yrði bílstjóri bifreiðarinnar sektaður um 50.000 krónur yrði hann stöðvaður af lögreglu á þessum hraða.

Hraðareiknir lögreglunnar.
Hraðareiknir lögreglunnar. Skjáskot
Guðlaugur var á mikilli hraðferð á Sauðárkrók í morgun.
Guðlaugur var á mikilli hraðferð á Sauðárkrók í morgun. Skjáskot
Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka