Bjóða í jarðir til að kolefnisjafna

Vatnsdalur heillar erlenda fjárfesta.
Vatnsdalur heillar erlenda fjárfesta. mbl.is/Einar Falur

Fasteignasalar hjá Eignamiðlun fasteignasölu hafa undanfarið sett sig í samband við bændur í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og falast eftir bújörðum til kaups fyrir hönd erlendra aðila. Tilgangurinn er að ráðast í skógrækt til kolefnisjöfnunar.

„Ég fékk svona símtal um daginn frá Eignamiðlun,“ segir Valur Magnússon, bóndi á Helgavatni í Vatnsdal, og bætir því við að fasteignasalinn hafi nefnt að hann hringdi fyrir hönd erlendra aðila sem hefðu hug á jarðakaupum í Húnaþingi. „Til skógræktar, sagði hann,“ segir Valur, spurður hvort upplýst hafi verið um fyrirætlanir hinna erlendu aðila. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert