Brutust inn í Heklu og stálu sex bílum

Málið er til rannsóknar.
Málið er til rannsóknar. Ljósmynd/Colourbox

Brotist var inn í höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg 174 og sex bifreiðum stolið. Bifreiðarnar eru bæði í eigu fyrirtækisins og viðskiptavina þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Þar segir að um sé að ræða tvær bifreiðar af gerðinni Volkswagen, þrjár Skoda-bifreiðar og eina Audi-bifreið. Allir bílarnir voru hjá fyrirtækinu til viðgerða og viðhalds.

„Eigendum umræddra bifreiða hefur verið tilkynnt um þjófnaðinn sem náðist á öryggismyndavélakerfi fyrirtækisins. Lögreglan, í samstarfi við starfsmenn Heklu, vinnur nú að endurheimt bifreiðanna,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert