Gengu út með hendur fullar af fötum

Horft yfir miðborgina. Mynd úr safni.
Horft yfir miðborgina. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um innbrot í matarvagni í miðbæ Reykjavíkur.

Meintur gerandi stal einnig greiðslukorti sem honum tókst að nota í nokkur skipti. Lögreglustöð eitt, sem sinnir útköllum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnanesi, sinnti útkallinu en það er nú til rannsóknar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan sem nær frá kl. 5 til 17 í dag.

Lögreglustöð barst einnig tilkynning um fólk sem gekk út úr verslun með hendur fullar af fötum sem voru í eigu verslunarinnar. Starfsmenn verslunarinnar voru meðvitaðir um stuldinn en fólkið fylgdi ekki tilmælum starfsmannanna að skila vörunum. Málið er nú til rannsóknar. 

Þá sinnti hún einnig útköllum vegna stuldar á þremur ökutækjum og innbroti í bifreið sem reyndist vera ólæst. Málin eru nú bæði til rannsóknar. 

Grunsamlegar mannaferðir og innbrot 

Lögreglan í Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 200 en aðilinn fannst ekki. 

Þá barst lögreglustöð fjögur, sem sinnir útköllum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og í Árbæ, tilkynning um innbrot í bifreið í Árbænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert