Hefta þurfi aðgang fyrirtækja að ferðaþjónustu

Ferðamenn leggja á ráðin á steinsteyptu plani í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn leggja á ráðin á steinsteyptu plani í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eyþór Árnason

Hefta þarf aðgang fyrirtækja að ferðaþjónustu til þess að efla virðisauka greinarinnar. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnasonar, prófessors emerituss við hagfræðideild Háskóla Íslands, á málþingi um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. 

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030 var kynnt á málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra fór yfir stöðu ferðaþjónustunnar. 

Hefta til að hámarka

Ragnar lagði áherslu á að hámarka þyrfti hreina verðmætasköpun í ferðaþjónustu eða með því að hámarka þjóðarhag. 

Með því að hafa greinina óhefta og opna öllum fyrirtækjum væri verið að stuðla að lágmarkshagnaði og benti Ragnar á að aðgengilegustu greinar ferðaþjónustu væru láglaunagreinar. 

Aftur á móti með því að sérhæfa greinina sem heild verður erfiðara fyrir ný fyrirtæki að brjótast inn á markaðinn og keyra hagnaðinn niður að mati Ragnars. 

Ragnar hvatti til aðgangsstýringar í ferðaþjónustunni en varaði við því …
Ragnar hvatti til aðgangsstýringar í ferðaþjónustunni en varaði við því að skynsamleg aðgangsstýring væri vandasöm. Hún verði að skila fullri hagkvæmni og virða rétt landsmanna til að njóta eigin lands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ofnotkun hafi keðjuverkandi áhrif

Ragnar gerði ofnotkun gæða sem ferðaþjónustan nýtir sér að áhersluatriði. Þar má nefna náttúru landsins og innviði. 

Ofnotkun þessara gæða leiðir til víðtækra neikvæðra ytri áhrifa. Notkun þeirra gæti þannig farið umfram það sem hagkvæmast væri fyrir Íslendinga. Þjóðhagslegur kostnaður gæti endað meiri en ávinningurinn. 

Ofnotkunin bitnar einnig á ferðamönnum, sem hefur keðjuverkandi áhrif. Bitni notkunin á ferðamönnum, og á fyrirtækjum í greininni, sem bitnar á starfsfólki fyrirtækjanna. 

Ragnar hvatti til aðgangsstýringar í ferðaþjónustunni en varaði við því að skynsamleg aðgangsstýring væri vandasöm. Hún verði að skila fullri hagkvæmni og virða rétt landsmanna til að njóta eigin lands. 

Nýjar öryggisráðstafanir fylgja nýrri áætlun

Lilja tók sérstaklega fyrir álag á íslenska tungu, náttúru, innviði og samfélagið í heild af völdum ferðamannaþjónustu. 

Ný aðgerðaráætlun stefnir að því að gera betur og vinna að því að minnka álag á ofangreindum atriðum. 

Hún nefndi sérstaklega banaslysið á sunnudaginn þegar ferðmaður lést í íshellaskoðun og sagði að með nýrri áætlun fylgdu nýjar öryggisráðstafanir. 

Árið 2010 komu tæplega 500.000 ferðamenn til landsins. Árið 2018 …
Árið 2010 komu tæplega 500.000 ferðamenn til landsins. Árið 2018 komu 2.315.925 ferðamenn til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komur ferðamanna staðið að mestu í stað

Árið 2010 komu tæplega 500.000 ferðamenn til landsins. Árið 2018 komu 2.315.925 ferðamenn til landsins og árið 2023 komu 2.214.182 til landsins. Komur ferðamanna hafa þannig staðið að mestu í stað eftir mikla uppsveiflu frá 2010 til 2018.

Spár gera ráð fyrir 2.175.000 ferðamönnum í ár og 2.340.000 2026. Lilja sagði spána hóflega.

Athygli vekur að á árunum sem kennd eru við heimsfaraldur komu um 500.000 ferðamenn til landsins, hvort árið um sig, eða 478.510 árið 2020 og 687.691 árið 2021. Árið 2022 komu 1.696.785 ferðamenn til landsins.

Lilja gerði áhrif ferðaþjónustunnar á viðskiptajöfnuð í hlutfalli af landsframleiðslu að umræðuefni og benti á að með tilkomu ferðaþjónustunnar um síðasta áratug sneri atvinnugreinin við jöfnuði sem hafði verið neikvæður í hálfa öld.

Ferðaþjónustan ber þannig ábyrgð á 29% eða 544 m.a. kr. á ári útflutningstekna. Til samanburðar ber sjávarútvegur ábyrgð á 19% eða 354 ma.kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka