Katrín í háskólaráð

Allir fulltrúar ráðsins samþykktu tillöguna.
Allir fulltrúar ráðsins samþykktu tillöguna. mbl.is/Ottar Geirsson

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er nýskipaður nefndarmaður háskólaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fundagerð háskólaráðs frá 22. ágúst. 

Háskólaráð Háskóla Íslands er lögum samkvæmt skipað af átta fulltrúum og tilnefna þau sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra.

Katrín hlaut tilnefningu á fundinum og samþykktu allir fulltrúar ráðsins tilnefninguna.

Nýtt háskólaráð er skipað til ársins 2026. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert