Kölluð til vegna barns með hníf í skóla

Vopnaburður ungmenna hefur farið vaxandi upp á síðkastið.
Vopnaburður ungmenna hefur farið vaxandi upp á síðkastið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um ungmenni með hníf í skólanum í dag.

Ungmennið beitti hnífnum ekki og hótaði engum, að því er segir í dagbók lögreglu.

Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu. Lögreglustöð 1 sinnti útkallinu en hún sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi. 

Undanfarna daga hafa nokkur mál komið upp þar sem börn beita hnífum og öðrum vopnum.

Á menningarnótt var 16 ára piltur handtekinn grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf og er ein stúlka sem varð fyrir árásinni enn í lífshættu. 

Lýsa áhyggjum af auknum vopnaburði

Þá voru tveir 16 ára piltar handteknir í gær fyrir vopnað rán og réðust þeir að 15 ára gömlum dreng með hníf og hnúajárni. 

Félag lögregluþjóna hefur lýst yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna. 

„Í kjöl­far hátíðar­hald­anna í Reykja­vík und­ir heit­inu menn­ing­arnótt 2024 og viðtals við lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu vegna al­var­legs máls sem kom upp þá helgi þar sem hnífi var beitt lýs­ir fé­lag yf­ir­lög­regluþjóna áhyggj­um af aukn­um vopna­b­urði ung­menna og of­beld­is­hegðun,“ seg­ir í álykt­un stjórn­ar fé­lags yf­ir­lög­regluþjóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert