Miðflokkurinn tekur fram úr Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Samsett mynd

Miðflokkurinn er orðinn næstvinsælasti stjórnmálaflokkur Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 14% fylgi. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur Íslands með 25,5% stuðning.

Það eru þó varla stóru fréttirnar því að Miðflokkurinn mælist nú með 15,3% fylgi á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn mælist aðeins með 13,9% fylgi. 

VG út og Sósíalistar inn

Viðreisn mælist með 10,7% fylgi og Framsókn með 9% fylgi. Píratar mælast með 8,6% fylgi og Flokkur fólksins 7,1%

Vinstri græn næðu ekki mann inn á þingi en flokkurinn mælist með 4,5% fylgi.

Aftur á móti mælist Sósíalistaflokkurinn með 5,2% fylgi og næði inn á þing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert