Mikið vatnsveður í kortunum

Úrkomuspá Veðurstofu klukkan 12 á laugardaginn.
Úrkomuspá Veðurstofu klukkan 12 á laugardaginn. Kort/Veðurstofa Íslands

„Mikið vatnsveður verður á Suður- og Vesturlandi um helgina eins og spáin er í dag,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um helgarspána.

Spáð er stífri sunnanátt og talsverðri rigningu á öllu landinu um helgina, nema á Norðausturlandi þar sem verður smávægileg rigning.

„En það fylgir hlýtt loft sunnanáttinni svo það verður ekki mjög kalt.“

Annars staðar bara skýjað

Aðspurður segir Haraldur besta veðrið um helgina verða á Norðausturlandinu þar sem hitastig gæti náð allt að 18 gráðum.

„Það ætti að sjá eitthvað til sólar á Norður- og Austurlandi um helgina. En annars staðar er bara skýjað og einhver smá suddi og rigning norðvestan til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert