Réðust að 15 ára dreng með hnífi og hnúajárni

Tveir 16 ára piltar eru í haldi lögreglunnar eftir vopnað …
Tveir 16 ára piltar eru í haldi lögreglunnar eftir vopnað rán í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pilt­arn­ir tveir sem voru hand­tekn­ir fyr­ir vopnað rán í Reykja­vík í gær eru 16 ára gaml­ir en þeir réðust að 15 ára göml­um dreng með hnífi og hnúa­járni í Álf­heim­um laust fyr­ir klukk­an 23 í gær­kvöld.

Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir við mbl.is að pilt­arn­ir tveir hafi kom­ist yfir muni drengs­ins sem þeir réðust að og stolið vespu sem hann var á.

Pilt­arn­ir tveir voru hand­tekn­ir eft­ir miðnætti og að höfðu sam­ráði við barna­vernd voru þeir vistaðir í fanga­geymslu í þágu rann­sókn­ar­inn­ar. Ásmund­ur seg­ir að skýrsla verði tek­in af þeim í dag.

Um síðustu helgi var 16 ára gam­all dreng­ur hand­tek­inn og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 30. ág­úst eft­ir að hafa stungið þrjú ung­menni með hnífi á Skúla­götu. Ein stúlka sem varð fyr­ir árás­inni hlaut al­var­lega áverka og er í lífs­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert