Réðust að 15 ára dreng með hnífi og hnúajárni

Tveir 16 ára piltar eru í haldi lögreglunnar eftir vopnað …
Tveir 16 ára piltar eru í haldi lögreglunnar eftir vopnað rán í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Piltarnir tveir sem voru handteknir fyrir vopnað rán í Reykjavík í gær eru 16 ára gamlir en þeir réðust að 15 ára gömlum dreng með hnífi og hnúajárni í Álfheimum laust fyrir klukkan 23 í gærkvöld.

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir við mbl.is að piltarnir tveir hafi komist yfir muni drengsins sem þeir réðust að og stolið vespu sem hann var á.

Piltarnir tveir voru handteknir eftir miðnætti og að höfðu samráði við barnavernd voru þeir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknarinnar. Ásmundur segir að skýrsla verði tekin af þeim í dag.

Um síðustu helgi var 16 ára gamall drengur handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. ágúst eftir að hafa stungið þrjú ungmenni með hnífi á Skúlagötu. Ein stúlka sem varð fyrir árásinni hlaut alvarlega áverka og er í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert