Samkeppniseftirlitið og Hreyfill sættast

Málið má rekja til kvörtunar frá Hopp leigubílum ehf. sem …
Málið má rekja til kvörtunar frá Hopp leigubílum ehf. sem kvartaði undan háttsemi Hreyfils. mbl.is/​Hari

Hreyfill og Samkeppniseftirlitið hafa gert með sér sátt.

Sáttin er gerð eftir að eftirlitið gerði athugasemd við ákvörðun Hreyfils um að meina leigubifreiðastjórum hjá fyrirtækinu að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. 

Hreyfill gefur eftir 

Með sáttinni mun Hreyfill ekki koma í veg fyrir að leigubifreiðastjórar fyrirtækisins keyri fyrir önnur fyrirtæki á leigubifreiðamarkaði. 

Hreyfli verður einnig gert að gera aðrar nauðsynlegar breytingar á annars vegar samþykktum félagsins og hins vegar stöðvarreglum þess til þess að tryggja samræmi við þær skyldur sem hvíla á fyrirtækinu samkvæmt samkeppnislögum, segir enn fremur í tilkynningu. 

Byrjaði á kvörtun frá Hopp

Málið má rekja til kvörtunar frá Hopp leigubílum ehf. sem kvartaði undan háttsemi Hreyfils.

Samkeppniseftirlitið mat svo að háttsemi Hreyfils hefði sennilega brotið í bága við samkeppnislög og lög er varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert