Segjast ekki hafa lagt til niðurfellingu námsins

Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni.
Í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ekki lagt til eða krafist þess að fjallamennskunám Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) verði lagt niður.

Þetta fullyrðir ráðuneytið í tilkynningu, sem gefin er út í kjölfar fréttaflutnings af því að stjórnendum skólans hafi verið tilkynnt þetta á fundi á mánudag.

Fjallamennskunámið til umræðu

„Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur ekki niður nám í framhaldsskólum landsins. Framhaldsskólar ákveða sjálfir sitt námsframboð,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Ráðuneytið kveðst samt sem áður hafa átt samtal við skólann um rekstur hans, „og rætt leiðir til að tryggja áframhaldandi námsframboð, þ.m.t. á fjallamennskunámi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert