Siglufjarðarvegur hreyfist um metra á ári

Sprungurnar í Siglufjarðarvegi við Almenninga eru stórar.
Sprungurnar í Siglufjarðarvegi við Almenninga eru stórar. Ljósmynd/Halldór G. Hálfdánsson

Siglufjarðarvegur við Almenninga verður opnaður á ný í dag ef að líkum lætur.

Heimir Gunnarsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá hefði verið unnið að því að hreinsa veginn og gera ráðstafanir vegna sigs sem orðið hafði á og í kringum vegstæðið.

Það rigndi mikið á Siglufirði og víða á Tröllaskaganum 23. ágúst en úrkoma mældist á milli 180 og 200 millimetrar yfir sólarhrings tímabil.

Vegurinn illa farinn

Heimir sagði sprungur hafa myndast í veginum vegna sigsins sem fyllt yrði í. Þá yrði vegurinn heflaður og gengið frá honum þannig að hann yrði öruggur og fær. Ljósmyndir sem teknar voru á mánudag sýna hversu sprungurnar eru stórar og hvað vegurinn er illa farinn vegna jarðsigs.

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur fylgst með Siglufjarðarvegi undanfarin tvö ár í samvinnu við Vegagerðina. GPS-stöðvum hefur verið komið fyrir á níu stöðum meðfram honum til að fylgjast með þróuninni með tilliti til úrkomu og leysinga og hvort einhverjar færslur verði á veginum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert