Slökkviliðið leiðréttir misskilning

Miskilningur hefur verið í gangi, að sögn slökkviliðsins.
Miskilningur hefur verið í gangi, að sögn slökkviliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Misskilningur hefur komið upp hjá fólki sem þarf að komast að á bráðamóttökuna um að komi það með sjúkrabíl komist það strax að.

Það er ekki reyndin því fólki er forgangsraðað eftir alvarleika, að því kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

„Því eru mörg dæmi um að við séum beðin um að skilja fólk eftir á biðstofunni, fólk sem er með minniháttar meiðsli eða veikindi. En að SJÁLFSÖGÐU sinnum við öllum en það er ekki samasemmerki um að komast strax að,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert