Sömdu um flug til Hornafjarðar

Höfn í Hornafirði.
Höfn í Hornafirði. mbl.is

Vega­gerðin hef­ur samið við flug­fé­lagið Mý­flug um flug til Horna­fjarðar. Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára þar sem flogið er átta sinn­um í viku á milli Reykja­vík­ur og Horna­fjarðar.  

Mý­flug tek­ur við verk­efn­inu af Erni sem hef­ur verið svipt flugrekstr­ar­leyfi. 

Samn­ing­ur­inn ger­ir ráð fyr­ir að flogið sé á 19 sæta flug­vél og vél­in sé búin jafnþrýsti­búnaði, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Vega­gerðin býður út samn­inga við flug­fé­lög um rík­is­styrkt inn­an­lands­flug.  Í dag eru leiðirn­ar sem eru styrkt­ar fimm tals­ins. Það eru flug­leiðirn­ar:

  • Reykja­vík – Bíldu­dal­ur
  • Reykja­vík – Gjög­ur
  • Ak­ur­eyri – Gríms­ey
  • Ak­ur­eyri – Þórs­höfn/​Vopna­fjörður
  • Reykja­vík – Höfn

Auk þess­ara flug­leiða hafa flug­leiðirn­ar Reykja­vík – Vest­manna­eyj­ar og Reykja­vík – Húsa­vík verið boðnar út en um þau verk­efni hef­ur ekki verið samið.

Farþegum á þess­um flug­leiðum hef­ur fjölgað tals­vert og er fjölg­un­in á fyrstu sjö mánuðum þessa árs rúm 17 %.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert