Telja líkið af manni sem hefur verið saknað

Hann segir að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Mynd …
Hann segir að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Maðurinn sem fannst látinn í fjörunni á Álftanesi í gær er 53 ára gamall. Hann er af erlendu bergi brotinn en hefur verið búsettur á Íslandi í mörg ár og er fjölskyldumaður.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að grunur leiki á að maðurinn sé sá sami og hefur verið saknað í einn mánuð en það eigi eftir að staðfesta það eftir að líkskoðun lýkur.

Ekki rannsakað sem sakamál

„Það eru allar líkur á því að þetta sé maðurinn sem hefur verið saknað frá 27. júlí. Hans hefur verið leitað síðan þá,“ segir Sævar.

Hann segir að málið sé ekki rannsakað sem sakamál en búið sé að ræða við vitni sem og fjölskyldumeðlimi mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka