Lögreglunni á Suðurlandi barst í gær tilkynning um akstur utan vega á Landmannaleið við Sauðafell.
Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook segir að þar hafi verið á ferðinni hópur fólks á ellefu jeppabifreiðum.
Í gærkvöld fékk lögregla upplýsingar um hvar hópurinn héldi til og eftir að hafa rætt við fólkið gengust þrír ökumenn við því að hafa ekið út fyrir veg og greiddu þeir sekt sína á staðnum.