Tveir bílar fundnir af sex

Frá Heklu að Laugavegi. Friðbert segir að bílarnir hafi fundist …
Frá Heklu að Laugavegi. Friðbert segir að bílarnir hafi fundist síðdegis í dag í götum í nágrenninu. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir bílar eru fundnir af þeim sex sem stolið var úr höfuðstöðvum Heklu í nótt. Þetta segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að bílarnir hafi fundist síðdegis í dag í götum í nágrenninu. Ekkert tjón virðist hafa orðið á bílunum. 

Friðbert segir erfitt að gefa nákvæma tölu um virði þess sem stolið var en að það hlaupi á tugum milljóna.

Sáust á öryggismyndavél

Aðspurður segir Friðbert að stuldurinn hafi komið í ljós þegar umræddir bílar áttu að fara í þjónustu en fundust ekki á svæðinu.

Þá var litið til myndefnis úr öryggismyndavélum og sást þar frá stuldinum. Ljóst sé af myndefninu að í það minnsta tveir hafi verið að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert