Tveir piltar handteknir eftir vopnað rán

Piltarnir voru handteknir eftir miðnætti.
Piltarnir voru handteknir eftir miðnætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan 23 í gærkvöldi vegna ráns í Reykjavík.

Tveir piltar, báðir yngri en 18 ára, voru sagðir hafa beitt annað ungmenni hótun um ofbeldi og ógnað því með hnífi og komist þannig yfir muni.

Piltarnir voru handteknir eftir miðnætti og að höfðu samráði við barnavernd voru þeir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert