Viðmælendur Morgunblaðsins segja dæmi um vopnaburð þekkjast í grunn- og framhaldsskólum landsins þótt slík tilfelli séu ekki algeng.
Flestir viðmælendur taka undir með lögreglunni og segja augljóst að fleiri ungmenni gangi með hnífa á sér en áður.
Hafi það gerst á allra síðustu árum en hafi ekki verið alveg óþekkt áður.
Starfsfólk í félagsmiðstöðvum og fleiri sem vinna með börnum og unglingum hafa einnig orðið varir við þessa þróun. Til að mynda sé algengt að ungmennin ræði um vopnaburð hjá jafnöldrum.
Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, segist eiga von á því að skólarnir muni uppfæra verklag hjá sér eftir hörmulega atburði síðustu helgi. Skólaárið sé nýhafið og ekki hafi komið upp tilfelli um hnífaburð í upphafi nýs skólaárs.
Ekki hafi heldur verið meira um vopnaburð á skólaviðburðum síðasta vetur en áður svo hann viti til.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.