„Við brennum ekki fyrir það að reka skóla“

Ívar Halldórsson, leiðsögumaður og leiðbeinandi í fjallamennsku við Fram­halds­skól­ann í …
Ívar Halldórsson, leiðsögumaður og leiðbeinandi í fjallamennsku við Fram­halds­skól­ann í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu. Ljósmynd/Aðsend

„Þau segja að það standi ekki til að leggja námið niður og verið sé að leita lausna. En lausnin er sem sagt að við tökum þetta sjálf, eins og við skiljum þetta, á okkar reikning,“ segir Ívar Finnbogason, leiðsögumaður og leiðbeinandi í fjallamennsku við Fram­halds­skól­ann í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu um þá umræðu sem hefur átt sér stað um jökla- og fjalla­leiðsög­u­nám við skólann.

Segir Ívar að lausn mennta- og barnamálaráðuneytis sé að stofna sjálfseignarstofnun fyrir kennsluna.

„Ríkisstyrktur einkaskóli sem væri þá fjármagnaður að einhverju leyti af ríkinu en það þýðir náttúrulega bara það að þá þurfum við að gera það og við þurfum að leggja okkar tíma, peninga og allt inn í þetta,“ segir leiðsögumaðurinn.

Segir hann kennara í fjallamennsku brenna fyrir því að kenna öðrum fagið og auka öryggi og gæði í íslenskri ferðaþjónustu.

„Við brennum ekki fyrir það að reka skóla.“

Ísland sé ferðaþjónustuland

Kveðst hann hafa vonað eftir annarri niðurstöðu, sérstaklega í ljósi þeirrar umræðunnar sem nú er uppi í kjölfar slyssins sem varð í íshellinum í Breiðamerkurjökli.

„Þetta er búið að vera gegnum gangandi og hinir og þessir aðilar eru búnir að vera tjá sig um skort á fagmennsku, ekki bara í íshellaleiðsögn eða jöklagönguleiðsögn heldur bara almennt,“ segir Ívar og bætir við:

„Við erum ferðaþjónustuland og það er ekki að sjá að ríkið sé að leggja eitthvað stórkostlega í það að mennta ferðaþjónustuna. Við höfðum vonir um það að fólk sæi að sér. En það stendur ekki til hjá okkur sem einhvern kennarahóp að fara út í einhvern rekstur.“

Segir Ívar að ríkið sé með þessum hætti að búa til rekstrarform að það skilur og segir Ívar að vissu leyti skilja að kennslan passa ekki inn í þann ramma sem áður hefur endurspeglað menntakerfið.

„Ég skil það fullkomlega. Þetta er nýtt. En við erum bara orðin ferðaþjónustuþjóð og menntakerfið þarf að endurspegla það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert